Back to site

Bland í poka

Image of Bland í poka

25.00

Bland í poka er safn nýrra barnalaga eftir Snorra Helgason. Platan hefur að geyma 10 lög flutt af Snorra og hljómsveit hans ásamt úrvalaliði gestasöngvara m.a. Sögu Garðarsdóttur, Valdimar Guðmundssyni, Bubba Morthens, Hugleiki Dagssyni, Halldóru Geirharðsdóttur, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og Teiti Magnússyni.

Teiknarinn Elín Elísabet Einarsdóttir hefur gert teikningar við öll lögin á plötunni sem munu fylgja útgáfunni ásamt textum og gítarhljómum í glæsilegri 28 síðna bók sem hönnuðurinn Bobby Breiðholt setur upp.
Fólk getur valið hvort það kaupi bókina með eða án geisladisks þannig að ef þú og fjölskyldan þín hlustið aðalega á tónlist í óefnislegu formi t.d. á Spotify þá getur þú fjárfest í þessari eigulegu bók og notið þess að blaða í henni á meðan hlustað er á tónlistina.

Lög og flytjendur:
Kringlubarnið - Saga Garðarsdóttir & Halldóra Geirharðsdóttir
Viltu spjalla? - Snorri Helgason
Gefðu mér gaum - Valdimar Guðmundsson
Namminef - Snorri Helgason
Ikea-hillan - Valdimar Guðmundsson
Lilla gumman - Hugleikur Dagsson
Stóri bróðir - Teitur Magnússon & Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Litla kisa - Snorri Helgason
Á mölina - Steingrímur Teague & Bubbi Morthens
Bland í poka - Sigríður Thorlacius & Snorri Helgason
(Það er orðið) Framorðið - Snorri Helgason & Sandra Barilli

Lög og textar eftir Snorra Helgason nema Litla kisa (lag: Caetano Veloso, texti: Snorri Helgason), Lilla gumman (lag: Snorri Helgason & Hugleikur Dagsson, texti: Hugleikur Dagsson) og (Það er orðið) Framorðið (lag og texti: Snorri Helgason & Sandra Barilli).

Hljómsveitina Bland í poka skipa: Daníel Friðrik Böðvarsson á rafgítar, Daði Birgisson á píanó og hljómborð, Guðmundur Óskar Guðmundsson á bassa og bakraddir Magnús Trygvason Eliassen á trommur og slagverk og Snorri Helgason á kassagítar og söng.
Blástursútsetningar voru í höndum Samúels Jóns Samúelssonar og blásturssveitina skipa þeir Óskar Guðjónsson, Kjartan Hákonarson ásamt Samúel. Strengjaútsetningar: Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Stjórn strengjasveitar: Viktor Orri Árnason. Strengjasveit: The Budapest Art Orchestra. Rakarastofubakraddir í Bland í poka: Aron Steinn Ásbjarnarson, Örn Ýmir Arason & Þorkell H. Sigfússon.
Kisi: Aron Steinn Ásbjarnarson. Skeiðar: Jón Mýrdal. Methúsalem: Ásgeir Guðmundsson.

Grunnupptökur fóru fram í stúdíó Masterkey í byrjun október 2018 undir handleiðslu Sturlu Mio Þórissonar. Guðmundur Óskar stjórnaði upptökum í Studíó Sjampó sem fóru fram á tímabilinu janúar- október 2019. Styrmir Hauksson hljóðblandaði Kringlubarnið, Viltu spjalla? og Gefðu mér gaum en Addi 800 hljóðblandaði rest og hljómjafnaði.
Myndskreytingar: Elín Elísabet Einarsdóttir. Hönnun og umbrot: Björn Þór Björnsson.

Útgefandi: Hin Íslenzka Hljómplötuútgáfa. HIH005 2019.
Allur réttur áskilinn. STEF/NCB.